Innlent

Dæmdar 30 milljónir í björgunarlaun

Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiðaLanganesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um.

Skipverjar á Björgu Jónsdóttur, skipi Langaness, komu Fossá, skipi Íslensks skelfisks til aðstoðar þegar Fossá var vélarvana innan við sjómílu frá landi í Bakkaflóa í október 2003. Útgerð Fossár neitaði að greiða þau björgunarlaun sem Langanes krafðist og vann mál sem Langanes höfðaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstarétti þótti hins vegar sýnt að Fossá hefði verið í mikilli hættu og að Langanes ætti rétt á björgunarlaunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×