Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. 29. janúar 2006 13:13 MYND/Anton Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira