Erlent

Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims

Reykjavík er orðin þriðja dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar The Economist.
Reykjavík er orðin þriðja dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar The Economist. MYND/Vilhelm

Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims.

Japanskar borgir gefa eftir. Tókíó sem verið hefur dýrasta borg heims í fimmtán ár fellur niður í annað sætið og Osaka úr þriðja sæti í það fjórða. Ódýrasta borgin af 128 sem voru skoðaðar er Teheran sem árið 1991 var dýrasta borg heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×