Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson lögðu grunninn að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með samningum nokkuð fyrir kosningar 1991 segir Össur Skarphéðinsson í pistli á heimasíðu sinni.
Össur fer þar yfir feril Þorsteins, nýráðins ritstjóra Fréttablaðsins. Hann segir allt hafa verið svo klappað og klárt að Jón Baldvin hafi ekki viljað láta þingflokkinn kjósa um stjórnarsamstarfið og að engu hafi breytt þó formannsskipti yrðu í Sjálfstæðisflokknum.