Robben hlýtur að vera hálsbrotinn 5. febrúar 2006 22:59 Rafa baðar út öngum sínum þegar Reina er sýnt rauða spjaldið. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira