Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir áfengisstuld

MYND/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann á sextugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar þar sem annar mánuðurinn er skilorðsbundin til tveggja ára fyrir fjársvik og þjófnað tengdu áfengi.

Maðurinn, sem á að baki langan sakaferil, var ákærður fyrir að hafa í tvígang á síðasta ári pantað sér drykki á veitingastöðum og neyta þeirra án þess að vera borgunarmaður fyrir þeim. Þá var hann ákærður fyrir að hafa rænt vodkapela úr verslun ÁTVR í Kringlunni. Í dómnum segir að þar sem brotin séu ekki stórvægileg og þar sem ákærði hafi leitað sér aðstoðar vegna áfengisvanda síns sé hæfileg refsing tveir mánuðir, þar af einn mánuður skilorðsbundinn í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×