Kaupverð um 3,6 milljarðar króna 6. febrúar 2006 18:51 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri D3, Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas, Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, Ari Edwald, framkvæmdastjóri 365 miðla, og Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri Dagsbrúnar. Dagsbrún hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Kaupverð er um 3,6 milljarðar króna. Greitt verður fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljón krónum í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún að nafnvirði 266,7 milljónir króna. Ef gengi Dagsbrúnar er hærra en 7,5 í lok árs 2006 verður ekki um frekari greiðslur að ræða. Ef gengi Dagsbrúnar verður lægra en 7,5 kemur til viðbótargreiðslu sem getur þó aldrei orðið hærri en 400 milljónir króna og lækkar hlutfallslega frá genginu 6. Áætluð velta Senu á árinu 2006 eru 2.650 til 2.850 milljónir króna. Áhrif fjárfestingarinnar á hagnað Dagsbrúnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á þessu rekstrarári eru um 300 til 350 milljónir króna. Engar vaxtaberandi skuldir fylgja með í kaupunum. Eins og áður hefur komið fram liggur fyrir heimild stjórnar Dagsbrúnar til útgáfu 1.200 milljón nýrra hluta. Á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 17. febrúar næstkomandi verður lögð fram tillaga þess efnis að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til hlutafjáraukningarinnar til að unnt verði að nýta aukningu til greiðslu kaupverðs. Markmið kaupannaÞað er mat stjórnenda Dagsbrúnar að starfsemi Senu falli vel að núverandi starfsemi á sviði fjölmiðlunar, afþreyingar og fjarskipta og að sá markaður sem Sena starfar á eigi ekki síður eftir að vaxa og verða þýðingarmeiri í náinni framtíð en aðrir grunnþættir í starfsemi Dagsbrúnar."Styrkur Dagsbrúnar liggur í góðri stöðu bæði á sviði fjarskipta annars vegar og fjölmiðlunar og afþreyingar hins vegar. En skilin þarna á milli munu verða æ óljósari með nýrri tækni og nýjum samskiptaleiðum. Til að mæta breyttum aðstæðum á þessum mörkuðum teljum við að sterk staða okkar í efni og fjölþætt þjónustuframboð gegni lykilhlutverki," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar."Með kaupunum á Senu og Securitas fyrir tveimur vikum hefur Dagsbrún breikkað starfsvið sitt. Við höfum trú á að þessi fyrirtæki eigi eftir styrkjast af tengslum sínum við Dagsbrún og að fjölþætt starfsemi félagsins bjóði upp á mörg tækifæri," segir Þórdís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Dagsbrúnar."Við erum þess fullviss að Sena og D3 eigi mjög vel heima innan Dagsbrúnar og að þau muni eflast enn frekar á næstu árum. Kemur þar ekki síst til sá styrkur sem hlýst af því að vera hluti af þeirri öflugu heild fyrirtækja sem innan Dagsbrúnar starfa," segir Róbert Melax forstjóri og eigandi Dags Group. Eftir kaupin er Dagur Group orðið verslunarfyrirtæki sem saman stendur af BT verslununum, Skífunni, Sony Center og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Alls 15 verslanir með 4 milljarða veltu á þessu ári. Um SenuSena er stærsta fyrirtæki landsins á afþreyingarmarkaði Um er að ræða dreifingu á efni frá mörgum af stærstu framleiðendum heims á sviði tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja. Sena rekur þrjú kvikmyndahús. Sena er stærsti innlendi útgefandinn á tónlist og er eigandi af stórum hluta af allri útgefinni íslenskri tónlist frá upphafi, Með Senu fylgja hljóðverin Sýrland, Sýrland-Hafnarfjörður og Sýrland-Hljóðsetning.Samhliða kaupum á Senu kaupir Dagsbrún einnig nýsköpunarfyrirtækið D3. D3 dreifir og selur tónlist í gegnum Tónlist.is, selur myndefni, tölvuleiki, hringitóna og margt fleira í gegnum Netið, ljósleiðara, farsíma og gagnvirkt sjónvarp. D3 rekur að auki internetþjónustuna BTnet og margskonar SMS þjónustur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sjá meira
Dagsbrún hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Kaupverð er um 3,6 milljarðar króna. Greitt verður fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljón krónum í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún að nafnvirði 266,7 milljónir króna. Ef gengi Dagsbrúnar er hærra en 7,5 í lok árs 2006 verður ekki um frekari greiðslur að ræða. Ef gengi Dagsbrúnar verður lægra en 7,5 kemur til viðbótargreiðslu sem getur þó aldrei orðið hærri en 400 milljónir króna og lækkar hlutfallslega frá genginu 6. Áætluð velta Senu á árinu 2006 eru 2.650 til 2.850 milljónir króna. Áhrif fjárfestingarinnar á hagnað Dagsbrúnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á þessu rekstrarári eru um 300 til 350 milljónir króna. Engar vaxtaberandi skuldir fylgja með í kaupunum. Eins og áður hefur komið fram liggur fyrir heimild stjórnar Dagsbrúnar til útgáfu 1.200 milljón nýrra hluta. Á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 17. febrúar næstkomandi verður lögð fram tillaga þess efnis að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til hlutafjáraukningarinnar til að unnt verði að nýta aukningu til greiðslu kaupverðs. Markmið kaupannaÞað er mat stjórnenda Dagsbrúnar að starfsemi Senu falli vel að núverandi starfsemi á sviði fjölmiðlunar, afþreyingar og fjarskipta og að sá markaður sem Sena starfar á eigi ekki síður eftir að vaxa og verða þýðingarmeiri í náinni framtíð en aðrir grunnþættir í starfsemi Dagsbrúnar."Styrkur Dagsbrúnar liggur í góðri stöðu bæði á sviði fjarskipta annars vegar og fjölmiðlunar og afþreyingar hins vegar. En skilin þarna á milli munu verða æ óljósari með nýrri tækni og nýjum samskiptaleiðum. Til að mæta breyttum aðstæðum á þessum mörkuðum teljum við að sterk staða okkar í efni og fjölþætt þjónustuframboð gegni lykilhlutverki," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar."Með kaupunum á Senu og Securitas fyrir tveimur vikum hefur Dagsbrún breikkað starfsvið sitt. Við höfum trú á að þessi fyrirtæki eigi eftir styrkjast af tengslum sínum við Dagsbrún og að fjölþætt starfsemi félagsins bjóði upp á mörg tækifæri," segir Þórdís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Dagsbrúnar."Við erum þess fullviss að Sena og D3 eigi mjög vel heima innan Dagsbrúnar og að þau muni eflast enn frekar á næstu árum. Kemur þar ekki síst til sá styrkur sem hlýst af því að vera hluti af þeirri öflugu heild fyrirtækja sem innan Dagsbrúnar starfa," segir Róbert Melax forstjóri og eigandi Dags Group. Eftir kaupin er Dagur Group orðið verslunarfyrirtæki sem saman stendur af BT verslununum, Skífunni, Sony Center og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Alls 15 verslanir með 4 milljarða veltu á þessu ári. Um SenuSena er stærsta fyrirtæki landsins á afþreyingarmarkaði Um er að ræða dreifingu á efni frá mörgum af stærstu framleiðendum heims á sviði tónlistar, kvikmynda og tölvuleikja. Sena rekur þrjú kvikmyndahús. Sena er stærsti innlendi útgefandinn á tónlist og er eigandi af stórum hluta af allri útgefinni íslenskri tónlist frá upphafi, Með Senu fylgja hljóðverin Sýrland, Sýrland-Hafnarfjörður og Sýrland-Hljóðsetning.Samhliða kaupum á Senu kaupir Dagsbrún einnig nýsköpunarfyrirtækið D3. D3 dreifir og selur tónlist í gegnum Tónlist.is, selur myndefni, tölvuleiki, hringitóna og margt fleira í gegnum Netið, ljósleiðara, farsíma og gagnvirkt sjónvarp. D3 rekur að auki internetþjónustuna BTnet og margskonar SMS þjónustur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sjá meira