Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar 225 milljónum minni en árið 2004

Frá verksmiðju Össurar.
Frá verksmiðju Össurar. MYND/Valli

Hagnaður Össurar á síðasta ári var tæplega 735 milljónir króna. Árið 2004 nam hagnaður félagsins tæpum 960 milljónum króna, eða um 225 milljónum meira en á nýliðnu ári. Sala ársins nam rúmum tíu milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða árið 2004. Í morgunkorni Íslandsbanka segir að afkoma Össurar á fjórða ársfjórðungi hafi verið talsvert undir væntingum.

Á árinu eru gjaldfærðar 6,7 milljónir Bandaríkjadala vegna einskiptiskostnaðar í tengslum við fyrirtækjakaup. Hagnaður ársins, án gjaldfærðra óvenjulegra liða, var 15,6 milljónir dala, eða 978 milljónir íslenskra króna.

Hagnaður á hlut (EPS), án óvenjulegra liða var 4,70 bandarísk sent samanborið við 4,80 sent á hlut árið 2004. Hagnaður á hlut að meðtöldum óvenjulegum liðum var 3,53 bandarísk sent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×