Sport

Mido biðst ekki afsökunar

Mido brást hinn versti við þegar honum var skipt útaf gegn Senegal í gær
Mido brást hinn versti við þegar honum var skipt útaf gegn Senegal í gær AFP

Framherjinn Mido vill ekki biðjast afsökunar á framferði sínu í leik Egypta og Senegala í Afríkukeppninni í gær þegar hann reifst hástöfum við þjálfara liðsins og hefur fyrir vikið verið dæmdur í bann frá landsliðinu. Mido segist ekki hafa verið dónalegur við þjálfarann, heldur aðeins krafið hann um útskýringar á því af hverju sér væri alltaf skipt útaf í leikjum liðsins.

"Ég sé ekki af hverju ég ætti að biðjast afsökunar, ég spurði hann aðeins hvers vegna hann tæki mig alltaf útaf. Ég var bara æstur af því ég vil spila hverja einustu mínútu með liðinu," sagði Mido, sem nú snýr aftur í raðir Tottenham á Englandi - mun fyrr en ætlað var.

Leikmaðurinn segist ekki útiloka að spila aftur undir stjórn þjálfarans þrátt fyrir deilu þeirra, en segist eðlilega skúffaður að fá ekki að spila til úrslita á mótinu með landsliði sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×