Sport

Forseti Renault dulur

Framtíðin virðist afar óljós hjá liði Renault í Formúlu 1
Framtíðin virðist afar óljós hjá liði Renault í Formúlu 1 NordicPhotos/GettyImages

Carlos Ghosn, forseti Renault í Formúlu 1, vill lítið gefa upp um framtíðaráform liðsins, en segir að það muni í það minnsta verða með á næsta keppnistímabili. Ghosn er ekki sáttur við framtíðaráform æðstu manna í íþróttinni og segir lið sitt aðeins halda áfram að því tilskyldu að það sjái sér hag í því.

Meginástæða þess að heimsmeistarinn ungi, Fernando Alonso, ákvað að yfirgefa liðið og ganga tili liðs við McLaren eftir að samningi hans lauk er einmitt talin vera loðin svör forseta liðsins með áframhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×