Innlent

Íslenska geitin í útrýmingarhættu

Hún er falleg, íslenska geitin...
Hún er falleg, íslenska geitin... MYND/Kristín Eva

Tilraunir eru hafnar til að vinna afurðir úr geitamjólk og stofnverndarstyrkur á hverja geit hefur verið hækkaður upp í fimm þúsund krónur á ári, í von um að bjarga íslenska geitastofninum frá útrýmingu.

Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitarstofnum í rúm þúsund ár. Sú alþjóðlega skuldbinding hvílir því á okkur að varðveita stofninn, sem telur aðeins 400 geitur og er nú talinn í útrýmingarhættu. Besta leiðin til að styrkja hann á ný er talin að nýta afurðir geitanna og er nú að hefjast tilraunaframleiðsla á geitaostum í mjólkurbúinu í Búðardal. Það var reynt fyrir áratug, en þá reyndist hráefnisöflunin ekki eins trygg og nú er útlit fyrir. Geitur eru nú á umþaðbil 40 bæjum um allt land nema á Vestfjörðum og í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Stærsta hjörðin mun vera um 80 geitur á Háafelli á Hvítársíðu og þaðan er farið að senda mjólk til Búðardals. Einnig er vitað til þess að nýbúar, einkum fra´Asíu og Afríku, kunna vel að meta geitakjöt, en það er mun fitusnauðara en lambakjöt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×