Innlent

Hafa tekið á um 100 handrukkurum og eiturlyfjasölum

MYND/Róbert

Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn frá nokkrum embættum hafa haft afskipti af um það bil hundrað handrukkurum og eiturlyfjasölum síðan skipulagðar aðgerðir hófust gegn þessum hópum í fyrravor.

Tuttugu og tveir voru handteknir í sjö skipulögðum aðgerðum í Reykjavík, á Akureyri, Í Keflavík og í sameiginlegri aðgerð í Hafnarfirði og Kópavogi. Fimm hafa þegar verið dæmdir, einhverjir bíða dóms og enn er verið að rannsaka mál nokkurrra. 28 fíknifnamál komu upp í aðgerðunum og lagt var hald á vopn og barefli í sjö tilvikum. Að jafnaði tóku 10 til 15 lögreglumenn þátt í hverri aðgerð og oftast voru fíkniefnahundar með í för.

Upphaf þessa má rekja til mikilla umræðu, sem varð í þjóðfélaginu vegna ofbeldis handrukkara og hræðslu fólks við að kæra þá eða segja til þeirra. Var ákveðið að bregðast við ábendingum með markvissum hætti. Í ljósi þessa árangurs er ákveðið að halda aðgerðum áfram og er það von lögreglunnar að þær verði til þess að borgararnir telji sig öruggari að leggja fram kærur ef þeir sæta hótunum um ofbeldi af umræddu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×