Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag liðlega fimmtuga konu í fimm mánaða fangelsi og til ævilangrar ökuleyfissviptingar fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum áfengis. Konan var ákærð fyrir að hafa í þrígang verið tekin fyrir ölvunarakstur í Kópavogi á síðasta ári, þar af tvo daga í röð í ágúst. Í dómnum kemur fram að konan hafi skýlaust játað brot sín en þar sem hún hafi fjórum sinnum áður brotið umferðarlög með ölvunarakstri þykir fimm mánaða fangelsi hæfileg refsing. Konan var svipt ökuleyfi árið 2003 og er sú svipting nú áréttuð en auk þess ber henni að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×