Innlent

Prófkjör á Akureyri og í Árborg í dag

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/Vísir

Rétt tæplega þúsund manns eru á kjörskrá Sjálfstæðismanna í Árborg og á tólfta tímanum höfðu um hundrað greitt atkvæði. Prófkjörinu lýkur klukkan sex og verða fyrstu tölur birtar upp úr því.

Nú manns mynda bæjarstjórn Árborgar og eiga sjálfstæðismenn tvo fulltrúa, þá Halldór V. Jónsson og Pál Leó Jónsson. Páll Leó gefur áfram kost á sér til forystu, en Halldór ekki. Páll gefur kost eingöngu kost á sér í 1. sæti, en það gerir líka Eyþór Arnalds, sem var varaborgarfulltrúi í Reykjavík sem og Sigurður Jónsson. Snorri Finnlaugsson gefur kost á sér í 1.-3. sæti. Framsóknarmenn á Akureyri velja sína forystusveit líka í dag. Prófkjörið þar er opið flokksbundnum og þeim sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Þar er kosið á Akureyri og í Hrísey, á seinni staðnum frá 2 til hálf fimm, en til klukkan átta á Akureyri og fyrstu tölur birta um klukkan 9. Ellefu manns skipa bæjarstjórn Akureyrar, þar af þrír framsóknarmenn. Oddviti þeirra um árabil, Jakob Björnsson fyrrverandi bæjarstjóri gefur ekki kost á sér áfram, en þau Gerður Jónsdóttir og Jóhannes Bjarnason gefa kost á sér í fyrsta sæti listans.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×