Innlent

Eyþór Arnalds vann yfirburðarsigur

Eyþór Arnalds vann yfirburðarsigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg, en sitjandi oddvita flokksins hafnað. Jóhannes Bjarnason mun leiða Framsóknarmenn á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór, sem er fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kom, sá og sigraði í sínu fyrsta framboði í Árborg.

Hann gaf kost á sér í fyrsta sætið og náði því með 593 atkvæði, en í öðru sæti varð Þórunn Jóna Hauksdóttir með 495. Snorri Finnlaugsson sem gaf kost á sér í 1.-3. sæti varð í þriðja sæti með 411 atkvæði. Annar tveggja bæjarfulltrúa flokksins, Páll Leó Jónsson sem gaf kost á sér í 1. sæti var hafnað, sem og Sigurði Jónssyni fyrrverandi bæjarfulltrúa sem einnig gaf kost á sér í efsta sæti listans. Elva Dögg Þórðardóttir varð í fjórða sæti og Grímur Arnarson í fimmta sæti. Framsóknarmenn völdu sitt lið á Akureyri í gær einnig, en leiðtogi þeirra verður Jóhannes Gunnar Bjarnason, sem fékk 296 atkvæði, en Gerður Jónsdóttir varð í öðru sæti með 287 atkvæði og Erla Þrándardóttir skipar þriðja sæti lista Framsóknarmanna á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×