Sport

Barcelona hefur enn áhuga á Henry

NordicPhotos/GettyImages
NordicPhotos/GettyImages NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum.

"Henry er frábær leikmaður og ég veit ekki um neitt lið sem ekki mundi vilja hafa hann í sínum röðum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Arsenal, svo við munum ekki aðhafast neitt í málinu nema ef svo færi að hann tæki ákvörðun um að fara frá félaginu," sagði Ferran Soriano aðstoðarforseti Barcelona, sem þvertók fyrir að félagið mundi reyna að bjóða í Henry nema á réttum forsendum.

"Það er þó ekki hægt að koma í veg fyrir að menn velti vöngum í þessum bransa og við lendum í því alveg jafn mikið og aðrir. Það eru til dæmis búnar að vera kjaftasögur í gangi lengi um að Samuel Eto´o sé á leið til Chelsea lengi. Það er þó ekkert til í því og við erum mjög sáttir við þann leikmannahóp sem við höfum í dag," sagði Soriano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×