Innlent

Sjálfstæðisflokkur gæti náð meirihluta með 43%

 

Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í Reykjavík með 43 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur fimm sinnum náð meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða. Miklu skiptir hvernig atkvæði skiptast á önnur framboð. Fleiri vilja sjá Dag B. Eggertsson í stóli Borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun en mjótt er þó á munum á milli þeirra.

Þegar flosnar upp úr R-listasamstarfinu breytist landslagið verulega í borgarpólitíkinni. Ljóst er að Samfylking vill í lengstu lög halda á lofti því sjónarmiði að valið standi í raun á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um ráðandi stöðu. En það verður ekki horft framjá Framsóknarflokki og Vinstri-grænum sem báðir gæti komist í oddastöðu. Minni líkur virðast á því að frjálslyndir nái inn manni. Í könnun sem birt var í gær fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylking 7 fulltrúa hvor og Vinstri gærnir einn en stutt í að sjálfstæðisflokkur fái áttunda manninn og meirihluta - taki hann frá Samfylkingu.

Fræðilega séð getur Sjálfstæðisflokkur náð meirihluta með 43% atkvæða. Þá þyrfti sú staða að koma upp að Vinstri-grænir, Framsókn og Frjálslyndir fengu fimm prósenta fylgi hvert framboð en engan mann inn. Tilfræsla uppá örfá prósent gæti þó gerbreytt landslaginu og leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur fengi 6 fulltrúa Samfylking 6 og Vinstri grænir, Framsókn og Fjárlslyndir með einn fulltrúa hvert framboð. Þetta er fræðileg staða og ólíkleg miðað við könnun gærdagsins.

Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar vilja fleiri sjá Dag B. Eggertsson en Vilhjálm Viljálmsson í stóli borgarstjóra, stæði valið eingöngu milli þeirra tveggja. Litlu munar þó á þeim tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×