Óvenjulegt listaverk 23. febrúar 2006 17:15 Listamaðurinn, Finnur Arnar og forstjóri Samskipa, Ásbjörn Gíslason við afhjúpun verksins. Listaverkið „Áfangastaður" eftir Finn Arnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í anddyri nýja Samskipahússins í gær en það var unnið sérstaklega fyrir félagið með þessa staðsetningu í huga. Listaverkið er nokkuð nýstárlegt því það samanstendur af ljósgjafa undir blárri glerplötu sem á birtist orðið „áfangastaður" í hvert sinn sem skip á vegum Samskipa nær höfn, hvort sem er hér heima eða erlendis. Hugmynd listamannsins með verkinu er að gera bæði starfsfólk og gesti Samskipa meðvitaðri um umfang félagsins og til að hugsa um sig og Samskip í stærra samhengi. Má segja að þannig öðlist áhorfandinn líka hlutdeild í því sem er að gerast þegar orðið „áfangastaður" kemur í ljós á glerplötunni, lifir í nokkrar mínútur og dofnar svo aftur. Jafnframt vita nærstaddir að einhvers staðar í heiminum er skip á vegum Samskipa komið heilu í höfn. Kjarni listaverksins, eða rót þess, er eins og fyrr segir staðsett í anddyri Samskipahússins en tæknilega getur listaverkið átt sér eins marga „skugga" eða útstöðvar eins og henta þykir. Þegar hefur t.d. verið komið fyrir skugga í matsal starfsfólks í Samskipahúsinu og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, sagði við afhjúpun verksins að stefnt væri að því að allar skrifstofur Samskipa verði tengdar verkinu þegar fram í sækir. „Þetta er verk sem ég held að fylgi okkur langt inn í framtíðina. Það minnir á upprunann, hafið bláa hafið, og sjóflutninga," sagði Ásbjörn m.a. við þetta tækifæri, „og það verður góð tilfinning að sjá að sjómenn okkar og farmur eru komnir heilir í höfn." Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Listaverkið „Áfangastaður" eftir Finn Arnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í anddyri nýja Samskipahússins í gær en það var unnið sérstaklega fyrir félagið með þessa staðsetningu í huga. Listaverkið er nokkuð nýstárlegt því það samanstendur af ljósgjafa undir blárri glerplötu sem á birtist orðið „áfangastaður" í hvert sinn sem skip á vegum Samskipa nær höfn, hvort sem er hér heima eða erlendis. Hugmynd listamannsins með verkinu er að gera bæði starfsfólk og gesti Samskipa meðvitaðri um umfang félagsins og til að hugsa um sig og Samskip í stærra samhengi. Má segja að þannig öðlist áhorfandinn líka hlutdeild í því sem er að gerast þegar orðið „áfangastaður" kemur í ljós á glerplötunni, lifir í nokkrar mínútur og dofnar svo aftur. Jafnframt vita nærstaddir að einhvers staðar í heiminum er skip á vegum Samskipa komið heilu í höfn. Kjarni listaverksins, eða rót þess, er eins og fyrr segir staðsett í anddyri Samskipahússins en tæknilega getur listaverkið átt sér eins marga „skugga" eða útstöðvar eins og henta þykir. Þegar hefur t.d. verið komið fyrir skugga í matsal starfsfólks í Samskipahúsinu og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, sagði við afhjúpun verksins að stefnt væri að því að allar skrifstofur Samskipa verði tengdar verkinu þegar fram í sækir. „Þetta er verk sem ég held að fylgi okkur langt inn í framtíðina. Það minnir á upprunann, hafið bláa hafið, og sjóflutninga," sagði Ásbjörn m.a. við þetta tækifæri, „og það verður góð tilfinning að sjá að sjómenn okkar og farmur eru komnir heilir í höfn."
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira