Innlent

11 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína

Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Einarsson í ellefu ára fangelsi fyrir að verða Sæunni Pálsdóttur eiginkonu sinni að bana í Hamraborg í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um tvö ár.

Magnús brá þvottasnúru um háls Sæunnar og herti að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta var aðfararnótt 1. nóvember 2004, en tvö börn þeirra hjóna voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Hæstiréttur taldi það til refsilækkunar að Magnús hafi af sjálfsdáðum greint frá brotinu og sýnt iðrun. Þá megi ætla, með vísan í geðheilbrigðisrannsókn, að andlegt ástand Magnúsar fyrir og við verknaðinn útskýri atburðarrásina og hafi afbrýðisemi og niðurlæging orðið til þess að innibyrgð reiði hans hafi brotist út leitt til verknaðarins. En líka var litið til þess hversu alvarlegt brotið var og þyngdi Hæstiréttur því refsingu héraðsdóm úr níu árum í ellefu, en staðfesti bótaákvæði héraðsdóms, þar sem Magnús var dæmdur til að greiða börnum sínum og foreldrum Sæunnar rúmar 13 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×