Sport

Mosley of mikið fyrir Vargas

Mosley þjarmaði vel að Vargas í gær og bardaginn var stöðvaður í 10. lotu
Mosley þjarmaði vel að Vargas í gær og bardaginn var stöðvaður í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages

"Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það.

"Ég sá bólguna stækka og stækka eftir því sem á bardagann leið og varð auðvitað að reyna að nýta mér það," sagði hinn 34 ára gamli Mosley, sem er enn ekki dauður úr öllum æðum. "Hann reyndi að ýta mér og bola mér til allan bardagann, en ég lét það ekki á mig fá," sagði hann.

Það var gulldrengurinn Oscar de la Hoya sem kom þessum bardaga á, en nú á eftir að koma í ljós hver verður næsti andstæðingur Mosley - sem ætlar raunar að skipta um þyngdarflokk á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×