Innlent

Annir hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/Stöð 2

Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku en 110 mál komu til kasta hennar. 34 voru kærðir fyrir að keyra of hratt og óku þeir á 112-130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 og 93 - 100 í Hvalfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 70. Einn þeirra ökumanna sem kærðir voru var að auki réttindalaus og hafði aldrei haft ökuréttindi. Þá voru fjórir kærðir fyrir akstur án þess að hafa ökuréttindi.

Þá var brotist inn í heimahús um helgina og þaðan stolið fartölvu. Lögreglumen fundu tölvuna við vettvang en svo virðist sem innbrotsþjófurinn hafi orðið lögreglunnar var og kastað henni frá sér. Málið er í rannsókn.

Auk þess lagði lögregla hald á amfetamín og áhöld til neyslu fíkniefna í húsleit á Akranesi í vikunni. Upplýsingar höfðu borist lögreglu um að neysla fíkniefna færi fram í íbúð á Akranesi og var tekin ákvörðun um að framkvæma þar húsleit. U.þ.b. 1 gramm af amfetamíni fannst við leitina og gekkst húsráðandi við því að eiga efnin og sagði þau til eigin neyslu. Lögreglan á Akranesi naut aðstoðar lögreglumanns og leitarhunds úr Borgarnesi við leitina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×