Innlent

LSS og LN funda eftir hádegi

MYND/Valgarður

Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna.

Að sögn Verðharðs Guðnasonar, formanns landssambandsins, er ákveðin vinna í gangi undir verkstjórn ríkissáttasemjara en hann segir þó að nýtt samningstilboð sé ekki uppi á borðum. Landssambandið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls vegna deilunnar og býst Vernharð við að hún hefjist síðar í dag eða á morgun. Aðspurður segist hann sannfærður um að atvinnuslökkviliðsmenn á landinu samþykki að boða verkfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×