Innlent

Niðurgreiðslur vegna barna í einkareknum leikskólum hækkaðar

MYND/Pjetur

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum.

Fram kemur í tilkynningu frá bænum að eftir samþykktina greiði Seltjarnarnesbær 33.115 krónur á mánuði með börnum hjóna/sambúðarfólks, 46.360 krónur með börnum einstæðra foreldra og námsmanna og 41.395 krónur með börnum þar sem annað foreldrið er í námi eða systkini eru bæði í einkareknum leikskóla. Bæjaryfirvöld segja hækkunina miða að því að auka valfrelsi foreldra um hvaða leikskóla börn þeirra sækja en engir biðlistar séu í leikskólum Seltjarnarness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×