Innlent

Bjargaði aldraðri konu úr þjónustuíbúð sem kviknað hafði í

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Kona á vakt í þjónustuíbúðum aldraðra á Selfossi kom aldraðri konu til bjargar, eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar laust fyrir miðnætti, og kom henni út í tæka tíð. Báðar voru fluttar á sjúkrahúsið á Selfossi vegna snerts af reykeitrun og dvöldu þar í nótt, en báðar eru að jafna sig.

Átta aðrar íbúðir voru rýmdar til öryggis og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í viðbraðgsstöðu ef á þyrfti að halda. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var staðbundinn í stofu gömlu konunnar, en þar varð verulegt tjón vegna sóts og hita. Verið er að rannsaka eldsupptök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×