Sport

Fordæmir kynþáttafordóma

Sepp Blatter hefur enga þolinmæði þegar kemur að kynþáttafordómum
Sepp Blatter hefur enga þolinmæði þegar kemur að kynþáttafordómum NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að 9000 evru sektin sem Real Zaragoza fékk eftir framkomu áhorfenda liðsins í garð Samuel Eto´o um síðustu helgi sé eins og lélegur brandari og vill að mikið þyngri refsing verði tekin upp gegn kynþáttafordómum.

"Þessi 9000 evru sekt er bara fáránleg og gerir ekkert í málinu. Það er kominn tími til að fara í harðar aðgerðir til að uppræta svona hegðun á knattspyrnuvellinum og ég held að væri mun nær að taka stig af liðum eða bara fella þau niður um deild í refsingarskyni," sagði Blatter og virðist ekki ætla að taka málið neinum vettlingatökum. Fundað verður um þessi mál hjá FIFA eftir um tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×