Sport

Vonast eftir HM sæti

Michael Carrick segist fyrst og fremst reyna að vera afslappaður og njóta þess þegar hann fær tækifæri með landsliðinu
Michael Carrick segist fyrst og fremst reyna að vera afslappaður og njóta þess þegar hann fær tækifæri með landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham segir að galdurinn við frammistöðu sína með enska landsliðinu í gær, þegar hann fékk að spreyta sig í byrjunarliðinu gegn Úrúgvæ, hafi verið að vera eins afslappaður og mögulegt væri. Carrick var nokkuð sáttur við sitt í leiknum og segist vonast til að vinna sér sæti í liði Englendinga á HM.

"Ég reyndi bara að vera eins afslappaður og það var ekki amalegt að fá þetta tækifæri fyrir framan þessa áhorfendur. Ég fékk dálítið mikið að vera með boltann í löppunum og það hentaði mér vel. Ég var nokkuð sáttur með minn leik og vona að ég fái áframhaldandi sæti í liðinu," sagði Carrick um frammistöðu sína, en hann er einnig í harðri baráttu um fjórða sætið með liði sínu Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, svo hann hefur nóg á sinni könnu þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×