Innlent

Kópavogur í mál við Orkuveituna

Hús Orkuveitunnar.
Hús Orkuveitunnar. MYND/Stefán

Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.

Kópavogsbær vill með málshöfðun sinni fá dómsúrskurð þess efnis að verktakar á vegum bæjarins fái aðgang að svæðinu. Bæjaryfirvöld hyggja á fleiri málshöfðanir vegna þessa máls, nú er unnið að undirbúningi máls þar sem farið verður fram á að Reykjavíkurborg verði að leyfa Kópavogsbæ að leggja leiðslur um land Reykjavíkur frá boranasvæðinu í íbúðabyggð í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×