Innlent

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun

MYND/Valgarður

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fara í verkfall eftir rúman hálfan mánuð hafi ekki verið gerðir við þá samningar fyrir þann tíma. Mikill meirihluti þeirra samþykkti verkfall í atkvæðagreiðslu sem talið var úr í dag. 97,8 prósent samþykkt verkfallsboðun og nei sögðu 2,1 prósent.

Ef samningar hafa ekki tekist þann 20. þessa mánaðar hefst tveggja daga verkfall og svo ótímabundið verkfall frá 27 mars ótímabundið. Samningafundur í deilunni hefur staðið yfir í húsi ríkissáttasemjara frá klukkan eitt í dag en samningsaðilar funduðu í tíu tíma í gær án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×