Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Miklubrautinni í apríl í fyrra. Málsaðilum kom ekki saman um aðdraganda árásarinnar.

Málsatvik voru þau að maðurinn hafði fengið keypt sér far með tveimur öðrum úr miðbænum upp í Breiðholt þegar átök brutust út. Hinn dæmdi var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en hann sló annan félaganna með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og hlaut heilamar og brot í höfuðkúpubotni. Héraðsdómi þótti þó ósannað að ákærði hafi ráðist á mennina heldur hafi átt sér stað átök, en mennirnir tveir sem veittu honum far voru tvísaga í vitnisburði sínum.

Dómurinn hljóðaði upp á tvo mánuði í fangelsi og greiðslu 150 þúsund króna í miskabætur auk greiðslu sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×