Fimm leikir fara fram í dhl-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19 mætast Þór og HK á Akureyri, klukkan 19:15 mætast KA og FH, ÍR og Afturelding og svo Valur og Fylkir í Laugardalshöllinni og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Víkingur/Fjölnir á Selfossi.

