Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími 5. mars 2006 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira