Helst illa á ráðherrum 6. mars 2006 12:00 Síðasta ríkisstjórnin sem fór óbreytt í gegnum kjörtímabil var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 1974 til 1978. MYND/stjr.is Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira