Viðskipti erlent

HSBC bankinn skilaði mestum hagnaði

Alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC skilaði mestum hagnaði breskra banka í Bretlandi á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 11,5 milljörðum punda fyrir skatta. Um 20 prósent af hagnaði bankans var í Bretlandi en 80 prósent á alþjóðlegum vettvangi, s.s. í nokkrum löndum í Evrópu, Asíu, í Bandaríkjunum og Mið- og Suður-Ameríku.
Viðskiptavinir HSBC eru 110 milljónir talsins í 79 löndum. Þá segir í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, að bankinn hafi að mestu verið með starfsemi í Asíu þar til hann tók yfir rekstur Midlands bankans í Bretlandi árið 1992. Sérfræðingar á vegum bankans mátu m.a. tilboð þriggja aðila, Samsons, S-hópsins og Kaldbaks við sölu Landsbankans.
HSBC bankinn er þriðji stærsti banki heims að markaðsvirði, að sögn BBC. Langtímaspár bankans eru sagðar í óvissu, sérstaklega vegna erfiðrar stöðu lífeyrissjóða af völdum langtímaskuldbindinga víða um heim. Skammtímaspár eru hins vegar jákvæðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×