Viðskipti erlent

Mútumál hjá DaimlerChrysler

Mercedes-Benz bifreið, sem er eitt þekktasta vörumerki DaimlerChrysler.
Mercedes-Benz bifreið, sem er eitt þekktasta vörumerki DaimlerChrysler.

Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler greindi frá því í dag að innri rannsókn fyrirtækisins, sem hefði verið gerð í kjölfar ásakana um mútuþægnihjá fyrirtækinu, hefði leitt í ljós að „ósæmilegar greiðslur" voru verið inntar af hendi í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Hafi nokkrum starfsmönnum verið vikið úr starfi, sumum til frambúðar en öðrum tímabundið, vegna þessa.

Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) og bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa rannsakað DaimlerChrysler vegna hugsanlegrar mútuþægni fyrirtækisins í fyrrnefndum löndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×