Sport

Quashie í fimm leikja bann

Quashi verður líklega í banni fram til 9. apríl vegna framkomu sinnar
Quashi verður líklega í banni fram til 9. apríl vegna framkomu sinnar NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Nigel Quashie hjá West Brom hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd enska knattspyrnuambandsins eftir að hann þótti sýna ósæmilega framkomu þegar honum var vikið af velli í leik gegn Middlesbrough fyrir níu dögum síðan.

Leikbann fyrir rautt spjald er alla jafna þrír leikir, en fjórði leikurinn er vegna þess að þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem hann fær að líta rautt spjald. Þá fær Quashie fimmta leikinn og 5000 punda sekt fyrir að veitast að dómara leiksins með skít og skömmum eftir að hann fékk að líta spjaldið. Hann hefur nú ritað dómaranum og knattspyrnusambandinu bréf og beðist afsökunar á framferði sínu og vonast til að dómurinn verði mildaður í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×