Sport

Evrópumeistararnir úr leik

Leikmenn Benfica fagna hér fyrra marki sínu í kvöld sem Simao skoraði á 36. mínútu, en það var svo Micoud sem innsiglaði sigurinn á 89. mínútu
Leikmenn Benfica fagna hér fyrra marki sínu í kvöld sem Simao skoraði á 36. mínútu, en það var svo Micoud sem innsiglaði sigurinn á 89. mínútu NordicPhotos/GettyImages

Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap á heimavelli sínum fyrir Benfica og samanlagt 3-0. Arsenal er komið áfram í keppninni eftir jafntefli við Real Madrid, AC Milan og Lyon eru sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslitin eftir stórsigra í sínum leikjum.

Lið Liverpool var óheppið að ná ekki að skora mörk gegn Benfica í kvöld og var betri aðilinn í leiknum. Það hinsvegar breytir því ekki að þegar markatalan er skoðuð, skoraði portúgalska liðið þrjú mörk en Liverpool ekkert og því eru lærisveinar Ronald Koeman einfaldlega komnir áfram eftir sanngjarnan sigur.

Arsenal var heldur sterkari aðilinn gegn Real Madrid, en naut góðs af sigri sínum á Bernabeu á dögunum og er vel að því komið að vera komið áfram í keppninni.

AC Milan sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Bayern Munchen og sigraði 4-1 með tveimur mörkum frá Inzaghi, einu frá Kaká og einu frá Shevchenko. Milan fer því áfram samtals 5-2.

Lyon burstaði PSV 4-0 og fer því áfram samtals 5-0. Tiago skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, Wiltord eitt og Fred eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×