Sport

Framlengir við Fulham

Brian McBride og Heiðar Helguson fagna saman marki.
Brian McBride og Heiðar Helguson fagna saman marki. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham um eitt ár. McBride hefði orðið samningslaus eftir tímabilið en honum hefur verið umbunað fyrir frábæra frammistöðu á tímabilinu.

Hinn 33 ára gamli McBride hefur myndað skeinuhætt framherjapar með Dalvíkingnum knáa Heiðar Helgusyni en Bandaríkjamaðurinn hefur skoraði tíu mörk á tímabilinu. Leikstílar þeirra svipa ekki bara tilhvors annars heldur eru þeir einnig nauðalíkir í útliti en báðir eru ánægðir með samstarfið á tímabilinu.

Chris Coleman stjóri liðsins leynir heldur ekki ánægju sinni með McBride: "Ég get varla lýst því hversu ánægður ég er með hann. Hann hefur verið einn allra besti og stöðugasti leikmaðurinn okkar á tímabilinu," sagði Coleman um McBride sem spilar á HM í sumar með Bandaríkjunum.

"Brian er fullkominn atvinnumaður sem leggur sig alltaf 100% fram, hvort sem er á æfingasvæðinu eða í leikjum, það er mikil ánægja að hafa hann í liðinu okkar," bætti Coleman við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×