Innlent

Sameining samþykkt í A-Húnavatnssýslu

Íbúar Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur- Húnavatnssýslu samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Húnavatnshreppur er ekki nema ársgamall en hann varð til þann 1. janúar 2006 þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi. Áshreppur bætist nú í þennan hóp.

Í Húnavatnshreppi voru 81% kjósenda fylgjandi sameiningunni en í Áshreppi kusu 68,30% sameiningu. Sameining Áshrepps og Húnavatnshrepps mun taka gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×