Innlent

Ekki í hættu

Íslenska bankakerfið er fjarri því að vera í einhverri hættu vegna gagnrýni erlendra fjölmiðla, segir fjármálaráðherra. Danska fjárfestingafélagið Nykredit beindi því umbúðalaust til fjárfesta sinna í dag að losa sig við skuldabréf í íslensku bönkunum.

Jótlandspósturinn hefur eftir yfirmanni greiningadeildar Nykredid að fjárfestar ættu að losa sig við bréf í íslensku bönkunum. Hættan á að glata fjármunum, sem bundnir eru í þeim, sé orðin of mikil.

Í Börsen segir frá því að danskir fjármálasérfræðingar hafi áhyggjur af fölgun íslendinga í stjórnum danskra fyrirtækja. Þeir sitji í stjórnum 200 danskra fyrirtækja.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra óttast þó ekki að þessi neikvæða umræða í erlendum fjölmiðlum skaði útrásina eða íslenskt efnahagslíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×