Innlent

70 börn á gjörgæsluna árlega

Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu.

Hágæslusherbergi á Barnaspítla var ekki á forgangslista Landspítlans - sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra í þingumræðu í gær. - tilefni umræðunnar var Kompásþáttur á NFS með sláandi umfjöllun um hina löngu leð sem er frá Barnaspítala til gjörgæslunnar í næsta húsi. Ráðherra dró það fram að spítalinn sjálfur setti það ekki í forgang að losna við að fara þessa löngu leið með fársjúk börn.

En þessu svaraði ráðherran ekki. NFS hefur rætt við fjölda starfsmanna barnaspítala sem vilja ekki veita viðtal. Þeim ber þó saman um að það væri afar villandi að varpa með þessu ábyrgð á spítalann. Fyrir tveimur árum hafi verið skorið svo niður í rekstrarkostnaði barnaspítalans að almennur rekstur hafi farið niðurfyrir viðunandi mörk. Í því ljósi verði forgangurinn að skoðast. Það hafi verið brýnast að ná til baka stöðugildum og fjármunum sem fuku í sársaukafullum sparnaði áður en vikið var að því að fá peninga í hágæsluþjónustuna.

Þingmennirnir Ásta Möller og Sæunn Stefánsdóttir hafa báðir bent á að hágæsluherbergi svari ekki viðvarandi þörf heldur tilfallandi. NFS hefur traustar heimildir fyrir því að í sjötíu tilvikum árlega þurfi að flytja börn af Barnaspítala á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×