Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Mynd/AFP

Gengi flestra hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag að undanskildum bréfum í hátæknifyrirtækinu Sony, sem frestaði útgáfu á PlayStation 3 leikjatölvunni fram í nóvember á þessu ári.

Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 80,68 punkta, 0,50 prósent, og endaði í 16.319,04 stigum. Í gær lækkaði vísitalan hins vegar um 0,75

prósent. Hafði gengisvísitalan hækkað um 4,7 prósent á sl. þremur vikum.

Flest hátækni- og raftækjafyrirtæki hækkuðu í kauphöllinni allt frá 1 prósenti til 4,49 prósenta. Japanska hátæknifyrirtækið Sony lækkaði hins vegar um 1,8 prósent og endaði gengi bréfa í fyrirtækinu í 5,470 jenum á hlut eftir að tilkynnt var um að nýjasta leikjatölva fyrirtækisins fari ekki á markað fyrr en í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×