Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar herja á Ebay

Vírusvarnarfyrirtækið McAfee varaði í dag við tölvuskeytum þar sem fólki er ýmist sagt að það hafi unnið glaðning á uppboðsvefnum Ebay, þurfi að greiða fyrir vöru á uppboðsvefnum og verði að bregðast við. Í póstinum er hlekkur á falsaða útgáfu af uppboðssíðunni á netinu og þarf fólk að gefa þar upp ýmsar persónuupplýsingar.

Upplýsingarnar færast í gagnagrunn tölvuþrjótanna sem geta nýtt sér þær.

Þessi aðferð tölvuþrjóta þykir einkar trúverðug og áhrifarík til að blekkja netverja til að gefa upp persónuupplýsingar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×