Sport

Skömmumst okkar fyrir árangurinn á útivöllum

Chris Coleman er búinn að fá nóg af hörmulegu gengi sinna manna á útivöllum í vetur
Chris Coleman er búinn að fá nóg af hörmulegu gengi sinna manna á útivöllum í vetur NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman er afar óhress með árangur sinna manna á útivelli á leiktíðinni og þykir kominn tími til að hans menn sýni hvað í þeim býr á Anfield í kvöld þegar liðið mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Fulham hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni.

"Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið algjörlega óásættanlegir hjá okkur í ljósi þess sem við lögðum upp með í upphafi tímabils. Við fengum það sem við áttum skilið út úr síðustu tveimur leikjum - sem var nákvæmlega ekki neitt. Ég skammast mín fyrir árangur okkar á útivöllum og ég held að leikmennirnir geri það líka," sagði Coleman.

Rafa Benitez vill að leikmenn sýni skapgerð sína í leiknum í kvöld. "Það er á okkar ábyrgð að halda áfram að vinna leiki og ég hef sagt strákunum að nú verði þeir að sýna úr hverju þeir eru gerðir eftir það sem á undan er gengið. Þeir sýndu góða spretti í síðari hálfleiknum gegn Arsenal á dögunum og verða að sýna meira af því sama í kvöld. Það þýðir ekkert að standa bara og blaðra - ef menn ætla að sýna fram á að þeir séu á réttri leið, verða menn að sýna það í verki á vellinum með því að spila vel, skora mörk og vinna leiki," sagði Benitez, en hans menn hafa ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið frekar en lið Fulham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×