Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 40 sent á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag og endaði í 62,70 dollurum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 26 sent í kauphöllinni í Lundúnum og endaði í 63,71 dal á tunnu.

Mikil eftirspurn eftir olíu hefur þrýst verðinu upp síðastliðna mánuði og er olíutunnan nú 14 prósentum dýrari en fyrir ári.

Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins kemur engu að síður fram að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 4,8 milljón tunnur í síðustu viku og nema olíubirgðirnar nú 339,9 milljónum tunna. Það er 10 prósentum fleiri tunnur en á sama tíma fyrir ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×