Sport

Sif og Viktor Íslandsmeistarar í fjölþraut

Viktor Kristmannsson varð í gær Íslandsmeistari í fjölþraut karla.
Viktor Kristmannsson varð í gær Íslandsmeistari í fjölþraut karla.
Sif Pálsdóttir Gróttu og Viktor Kristmannsson Gerplu urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum. Keppt var í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi en allt okkar besta fimleikafólk tekur þátt í mótinu. Í gær var keppt í fjölþraut karla og kvenna.

Strákarnir kepptu á sex áhöldum; gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá og svifrá. Bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannssynir röðuðu sér í tvö efstu sætin, Anton Heiðar Þórólfsson, Ármanni, hafnaði í þriðja sæti en Rúnar Alexandersson náði sér ekki á strik.

Hjá konunum var keppt á fjórum áhöldum; stökki, tvíslá, slá og gólfi. Sif Pálsdóttir var öruggur sigurvegari hjá stúlkunum og sýndi oft á tíðum glæsileg tilþrif. Kristjana Ólafssdóttir varð önnur og fríða Rún Einarsdóttir þriðja. Keppt verður til úrslita á einstökum áhöldum í dag og hófst keppni nú klukkan tvö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×