Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra 19. mars 2006 19:00 Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira