Sport

Adidas að tapa í HM baráttunni

Heimsmeistarar Brasilíu verða í Nike búningum á HM.
Heimsmeistarar Brasilíu verða í Nike búningum á HM. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Adidas er í fyrsta sinn fyrir neðan sína helstu keppinauta hvað búninga á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi varðar. Adidas sér um búninga fyrir sex lið en Nike verða með átta og Puma tólf landsliðs á sínum snærum.

Adidas hefur ávallt haft vinninginn yfir keppinauta sinna efn taflið hefur snúist við að þessu sinni. Þeir sjá Þjóðverjum og Frökkum fyrir búningum en voru óheppnir þegar Grikkland, Nígería og Kína komust ekki á HM.

Adidas er þó einn af styrktaraðilum keppninnar og verða því ekki á flæðiskeri staddir hvað auglýsingar á meðan mótinu stendur varðar auk þess sem þeir eru með marga leikmenn sem eru skyldugir til að klæðast Adidas skóm á mótinu.

Þeirra á meðal er David Beckham en hann verður í Umro treyju en Adidas skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×