Viðskipti innlent

Dagsbrún kaupir 51 prósent í Kögun

Skoðun ehf., sem er í 100 prósent eigu Dagsbrúnar hf., hefur eignast 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. Félagið mun leggja fram yfirtökutilboð til hluthafa Kögunar hf. í samræmi við ákvæði um verðbréfaviðskipti, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluthöfum í Kögun hf. verður boðið að selja hluti sína í félaginu á genginu 75 samkvæmt nánari skilmálum í tilboðsyfirliti sem birt verður innan fjögurra vikna.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

„Dagsbrún hyggst með kaupum sínum á hlutum í Kögun styðja stjórnendur félagsins við að framfylgja þeirri stefnu sem þeir hafa mótað og fylgt á undanförnum árum. Undir forystu þeirra hefur Kögun orðið leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi og sótt fram á erlendum mörkuðum. Dagsbrún mun styðja starfsfólk og stjórnendur Kögunar til áframhaldandi uppbyggingar félagsins," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, í tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×