Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn.
