Sport

Defoe óttast um sæti sitt

Jermain Defoe hefur áhyggjur af að verða skilinn eftir heima í sumar
Jermain Defoe hefur áhyggjur af að verða skilinn eftir heima í sumar NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham óttast að seta hans á varamannabekknum hjá liði sínu gæti kostað hann sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar. Defoe á í harðri samkeppni við menn eins og Darren Bent, Dean Ashton og James Beattie um að verða síðasti framherjinn í hópi Sven-Göran Eriksson.

"Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hverjir gætu átt möguleika á að komast með á HM og ég held að þjálfarinn myndi vilja sjá meira af mér með Tottenham til að gera sér grein fyrir því hvort ég er í formi. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og tel að ég geti alltaf lagt mitt af mörkum og skorað mörk ef ég fæ tækifæri.

Stundum verður maður þreyttur á að fá ekki tækifæri í byrjunarliði Tottenham og mér finnst leiðinlegt að vera aðeins kominn með átta mörk í vetur. Ég hef fulla trú á því að ég sé maður sem skorar yfir tuttugu mörk á tímabili ef ég fæ að spila, en það þýðir ekkert að hengja haus. Ég læt bara verkin tala á vellinum þegar ég fæ tækifærið," sagði Defoe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×